fbpx

Skilmálar

Leiguskilmálar Selfie.is/Partýleigan ehf.

Almennt
Með leigu á búnaði frá Partýleigan ehf. samþykkir viðskiptamaður öll ákvæði þessara skilmála. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir í gegnum heimasíðu, símleiðis eða með tölvupósti.

Afhending vöru
Uppsetning á búnaði fer fram í samkomulagi við leigjanda í kringum valda dagsetningu.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Vinsamlegast athugið að afbóka þarf með 4 vikna fyrirvara.
Ef afbókun á sér stað innann 4 vikna fæst leigan ekki endurgreidd en helst sem inneign sem hægt er að nýta fyrir aðra dagsetningu.

Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt en helst sem inneign.

Partýleigan ehf. ber ekki ábyrgð á óviðráðanlegum aðstæðum, t.d. veðurfar, náttúruhamfarir o.s.frv. Ef afbókun verður af þeim ástæðum þá fæst ekki endurgreitt en greiðslan helst sem inneign.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á heimasíðu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð á heimasíðu innihalda VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Fyrirvari um ábyrgð
Partýleigan ehf. er á engan hátt ábyrgt vegna slysa eða skemmda sem orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á búnaði sem er í útleigu.

Partýleigan ehf. ber ekki ábyrgð á neinu óbeinu eða afleiddu tjóni, sem leigutaki eða þriðji aðili kunna að verða fyrir. Partýleigan ehf. er ekki ábyrgt fyrir atvikum sem það hefur ekki eða getur ekki haft stjórn á, t.d. vélar- eða hugbúnaðarbilun, truflanir í síma- og fjarskiptanetum, rafmagnsleysi, truflun á starfsemi vegna náttúruhamfara og öðrum sambærilegum atvikum.

Ábyrgð leigutaka
Hinn leigði búnaður er eign Partýleigan ehf. Leigutaki má ekki selja, leigja, veðsetja eða með nokkrum öðrum hætti afsala sér umráðum hins leigða búnaðar. Leigutaki ber einnig fulla ábyrgð ef búnaður tapast eða honum er stolið úr vörslu hans. Ef Partýleigan ehf. glatar rétti hin leigða búnaðar vegna slíkra atvika þá ábyrgist leigutaki að greiða Partýleigan ehf. fullt endurstofnverð hins leigða búnaðar án tillits til aldurs eða slits á honum. Þar til nýr búnaður hefur verið útvegaður í stað þess sem Partýleigan ehf. glataði rétti til skal leigutaki borga fulla leigu, auk alls afleidds tjóns sem Partýleigan ehf. kann að verða fyrir vegna missis hins leigða búnaðar.

Leigutaki ábyrgist að notaður sé réttur rafstraumur, rafspenna og jarðtenging í tengslum við búnað Partýleigan ehf. Ef leigutaki hyggst nota hinn leigða búnað í tengslum við önnur tól eða tæki skal hann ábyrgjast að um samhæfðan búnað sé að ræða, sem ætlaður er til notkunar með búnaði Partýleigan ehf.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Selfie.is
Partyleigan ehf
Rauðagerði 14,
108 Reykjavík

Sími: 519-3636
Kt: 601212-0560
VSK númer: 132267

Scroll to Top